13. júlí 2009

posted Jul 13, 2009, 2:37 AM by Jón Pétursson
Heyskapur hefur verið á fullu hjá okkur og vinum okkar á Vindási þessa dagana en honum lauk á laugadaginn þegar við náðum að pakka öllu hestaheyinu en í heild eru þetta um 370 rúllur. Í framhaldi fóru Nonni og Gummi á Vindási svo í að hirða rúllurnar af túnunum og koma þeim í stæðu, það gekk vel enda þeir með 30 rúllur í ferð þó túnin séu víða svo óslétt að læðast þurfi með hlössin.
 
 
Hér sér yfir hluta stykkjanna sem við heyjum, við köllum þau gæsastykki því helmingurinn af þeim er rótnagaður af gæs sem röltir upp af ánni 
 
Vélaherdeildin kom við hjá Möggu á Vindási og fékk sér tíu og Nonni og Gummi hirða rúllur
 
Verðrið síðustu viku hefur verið hreint ótrúlega gott, 18-20° upp á dag sól og blíða.  Það var því ekki amalegt fyrir Fanneyju að halda afmælisútiveislu fyrir vini sína um helgina þar sem 20-30 krakkar mættu og tjölduðu og skemmtu sér.
Fanney hélt veisluna með Beggu vinkonu sinni í tilefni þess að þær eru nýlega tvítugar.
 
Fanney knúsar mömmu sem sá um að útigrilla læri í mannskapinn og tjaldbúðirnar inni í Furudal 
 
Krakkarnir tóku hraustlega til matar síns í veislutjaldinu og skemmta sér í kvöldblíðunni... 
 
Frisbí á stóru flötinni og ferðaklósetti var komið fyrir í hestakerruna 
 
Comments