13. ágúst 2015

posted Aug 12, 2015, 5:45 PM by Jón Pétursson
Helgina 3. - 5. júlí lögðum við dúk á herbergin og baðherbegið, kláruðum að setja upp vegghengt klósett og flísalögðum kassann.

Baðherbergið eftir endurbæturnar

Helgina 10. - 13. júlí komu Edda systurdóttir Nonna, Bob, Kirsti og foreldrar Bob´s í sveitina og voru fram á þriðjudag og þá komu Kevin frændi Hollu frá Connecticut, Sherry kona hans og dætur, Guðrún mamma Hollu, Helga systir hennar og hennar börn austur og voru hjá okkur fram á laugardag. Virkilega gaman að fá þau öll ekki síst Kevin og fjölskyldu en Holla hefur ekki hitt hann síðan hún var 12 ára þegar hún fór til Ameríku og heimsótti þá bræður Kevin, Will og Kæju mömmu þeirra sem var systir Helgu ömmu Hollu.

Kevin og fjölskylda, Holla í miðið svo Guðrún og Helga Birna Karen og Helgi Páll hægra megin

Við fórum með Þrumu í prufu til Danna Jóns á Hellu og tókum í framhaldi hana og Lúkas í bæinn á sunnudeginum.
Þruma fór svo í sýningu á Hellu 22. júlí við fengum snillinginn Daníel Jónsson til að sýna hana en hún var í þjálfun hjá Þresti Gestssyni í vetur. 
Við vorum í skýjunum með útkomuna 7,90 frábær dómur á klárhryssu en hún var með 7,98 fyrir sköpulag og 7,85 fyrir kosti og þar af 8,5 fyrir tölt, brokk, fegurð í reið, vilja og geðslag og hægt tölt, hún fékk svo 8,0 fyrir fet, stökk og hægt stökk en aðeins 5,0 fyrir skeið þar sem hún sýndi ekki skeið. Klárhross eiga erfitt með að ná fyrstu verðlaunum eða yfir 8,0 fyrir kosti vegna skeiðleysisins en klárhross sem fær 8,0 fyrir allar gangtegundir og 5,0 fyrir skeið fær aðeins 7,5 fyrir kosti þannig að 7,85 er frábært.

Þröstur með Þrumu rétt fyrir sýninguna

Þruma frá Mið-Setbergi í byggingardómi, Danni fylgist með en Maggi Ben stillti henni upp

Þruma og Danni Jóns í brautinni

Hér er svo video af sýningunni

Þruma frá Mið-Setbergi miðsumarssýning 2015



Helgina 24. - 26. júlí vorum við að dunda við að gera klárt fyrir verslunarmannahelgina, Nonni í heyskap á Vindási og Heysholti og Holla að taka til og prjóna. 

Dýrið með rúlluvélina í Heysholti með Zetorinn okkar í forgrunni en ólag var á traktornum í Heysholti þannig að þau fengu Zetorinn til að redda sér.

Holla á John Deere og Nonni á Vindásmassanum sáu um að hirða rúllurnar í Heysholti

Verslunarmannahelgin var skemmtileg og að vanda kom fjölskyldan og hópur vina okkar af næstu bæjum í grill á laugardagskvöldinu, brennan var um kl 22 að vanda og sungið fram á nótt. 

 
Maja og Palli í Skinnhúfu fremst á myndinni við brennuna sem að þessu sinni var að mestu úr grisjun í skóginum

Eiður og Þröstur 3000 sáu um undirspilið

Á mánudeginum komu í heimsókn Harpa Lind sem vinnur með Hollu ásamt Stefáni manni hennar og sonum, og voru með þeim belgísk hjón með tvö börn, þau eyddu með okkur seinnipartinum og fram á kvöld. Skoðuðum dýrin fóru í kartöflugarðinn og tóku upp nýjar kartöflur og svo borðuðum við saman góðan mat og enduðum á að fara með þau aðeins í ánna og veiddu þau einn sexpunda og annan þriggja punda. 

Harpa Lind fjölskylda og belgarnir

Teknar upp kartöflur

Kíkt á fjárhúsrústirnar aftan við húsið hjá okkur

Við vorum við bæði í fríi vikuna eftir verslunarmannahelgi og þá var m.a. dundað við að gera klárt fyrir steypu og Nonni sótti möl í ánna
Rósa og Oddgeir komu á föstudagskvöldinu og tjölduðu hjá okkur á flötinni og Guðrún Árni og Rakel komu á laugardags eftirmiðdag og voru þau fram á sunnudag.
Laugardagurinn fór í klára að járnabinda og gera klárt, við sóttum líka Vídalín niður í Þykkvabæ með þeim Rósu og Oddgeiri, hann reyndist svo vera með bullandi hófsperru þannig að þau komu við í Helli og fengu Sigga til að klippa hann og svo var Guðmundur dýralæknir fenginn til að gefa honum kvalastillandi og bólgueyðandi lyf. 

Á sunnudeginum var steypt og fengum við liðsauka úr sveitinni og þökkum við öllum kærlega fyrir aðstoðina. 


Bragi keyrði steypuna inn í skemmu, Nonni var á gröfunni og mokaði mölinni í hrærivélina, Siggi og Holla blönduðu sementinu og vatninu og Rósa var inni í John Deere og sá um að losa hrærivélina.

Oggi sléttaði steypuna en Gulli og Árni tóku á móti

Alvöru lið og græjur í steypunni enda tók ekki nema einn og hálfan klukkutíma að hræra og leggja niður tæpa fimm rúmmetra.

Seinnipartinn fóru Holla og Rósa smá útreiðartúr og svo rifum við undan hrossunum þeirra. 
Vikan búin og vinnan tekur við.
Comments