Það var leiðindaveður þessa helgi, hvass og rigning - hvassast var í hviðu á föstudag 30 m/s.
Á laugardag fórum við í að hluta niður skrokkana og vakúmpakka. Einnig úrbeinuðum við rollukjötið og hluta af sauðinum sem á að fara í hangikjöt. Um kvöldi var svo elduð kjötsúpa á Vindási af nýslátruðu - ekkert smá gott!
Á sunnudag fór Holla í að baka flatkökur og kleinur með Möggu á Vindási en Nonni fór á stóra dýrinu yfir á Lækjarbotna og hjálpaði Guðlaugi og Sigga við að taka niður tvær gamlar rafmagnsgirðingar en víravindan hans Eiðs passaði ekki á traktorinn þeirra en við náðum að kom henni á dýrið með smá mixi.
Vindan passaði svona nokkurn veginn á tækin á dýrinu, allavega tolldi hún nóg til að vinda upp nokkra kílómetra af vír
|