Það var nóg að gera hvítasunnuhelgina hjá okkur. Fanney og Rakel komu með í sveitina en Sigga og Jan voru komin austur á undan okkur. Þau voru búin að vera nokkra daga í Mið-Setbergi með Tony og Ky vinum þeirra frá Skotlandi.
Við komu með restina af hestunum austur þau Þrumu, Abel og Lúkas og slepptu þeim í hestastykkið á föstudaginn - þau voru frelsinu fegin og hámuðu í sig grænt grasið.
Stelpurnar vorum á sauðburðarvaktinni á laugardeginum þar sem Magga og Bragi skruppu í bæinn í útskriftarveislu til Trausta. Karlinn bara orðinn fullgiltur skógfræðingur - til hamingju með áfangann Trausti.
Stelpurnar settu niður kartöflur og sóttu líka andaregg niður á Lækjabotna og gáðu þess á milli að fénu.
Rakel gefur lambi pela
Fanney og Rakel knúsa angúrukanínu á Lækjarbotnum
Á laugardagskvöld komu Guðrún og Árni austur og á sunnudaginn hjálpuð Jan og Árni til við að setja slátturvélina á litla John Deere og fóru þeir svo og slóu flatirnar hjá okkur í Mið-Setbergi. Nonni fór svo með dýrið á Vindás og sló garðinn þar.
Jan flottur á litla dýrinu - kannski fær hann að prófa stóra dýrið hjá Nonna ef hann verður áfram svona duglegur!
Á sunnudag fór Holla til Halla og Pálínu í Hjallanesi og kíkti á nokkur folöld sem fædd eru þar undan honum Gjafari okkar
Þetta eru bara myndarfolöld eða hvað sýnist ykkur?
Það styttist vonandi í að merarnar hjá okkur kasti.
Á mánudag komu Magnús og Morag vinir Siggu og Jan frá Skotlandi, þau búa líka í Skotlandi á eynni Sky ekki langt frá Siggu og Jan. Magnús er mikill áhugamaður um vélar og allt sem þeim tilheyrir og áttu þeir Nonni góða stund saman, Magnús var á því að hann væri bara með væga dellu í samanburði við Nonna en Morag kona hans hafði nú orð á því að öfugt við suma væri ekki bara byrjað á fullt af verkefnum heldur væru þau líka kláruð á þessum bæ!
Magnús er frá Íslandi en hefur búið í Skotlandi frá því að hann var þar í arkitektanámi sem ungur maður.
Sigga, Magnús, Morag og Jan
Nonni kom austur með húddið og brettin af stóra John Deere sem hann sprautaði í bænum og var svo meira og minna í skemmunni alla helgina og kepptist við að raða dýrinu saman - það styttist í heyskap og þá þarf hann að vera klár.
Hann sprautaði felgurnar, setti gúmmíkanta á brettin til að breikka þau og reif vatnskassann, olíuklælinn og air condition kassann úr og þreif þá vel og vandlega og skipti um leið um viftureimar og svoleiðis - ekki veitti af það kom nánast full fata af ryki og moldardrullu úr elementunum á kössunum sem safnast hefur í þau síðustu 25 ár eða svo.
Það er ekki annað að sjá en að Holla sé ánægð með uppgerðina á stóra dýrinu enda er hann að verða eins og nýr