Þessi helgi var fljót að líða eins og þær eru flestar enda nóg að gera. Við fórum í hrossaflutninga á laugardeginum og fórum með Abel, Eldingu og Von í járningu til Eiðs í Helli. Við fórum líka með Lúkas og Garp sem verða eftir í Helli eitthvað í sumar en Siggi tengdasonur Eiðs fékk þá lánaða til að nota í hestaferðir - kíkið á heimasíðuna þeirra www.horsetravel.is. Von sem er á fjórða vetri undan Ægi frá Litlalandi verður í viku hjá Eið hann ætlar að koma henni af stað fyrir Hollu en hún var aðeins mánaðartamin síðasta haust.
Abel og Elding fóru síðan í hestagirðinguna til að reyna að hafa smá aðhald að þeim. Um kvöldið fór Holla skeifnasprettinn á Abel og Nonni dundaði í skemmunni m.a. við að bletta og smíða nýjar festingar fyrir spegla á gröfuna. ![]() Holla svífur á brokki á Abel meðfram hestagerðinu Á sunnudaginn rifum við annan glussatjakkinn á ýtutönninni á gröfunni og skiptum um þéttingar í honum þar sem hann var farinn að leka leiðinlega mikið, þá á að vera búið að laga alla leka á gröfunni. Gummi var að kíkja á girðingar þegar hann sá hóp af gæsaungum á röltinu og notaði tækifærið og tók 3 sem hann ætlar að prófa að ala heima. Hann setti ungana með heimalningunum og viti menn eftir smá stund kúrðu þau öll saman í einni hrúgu í stíunni - frekar krúttlegt ![]() ![]() Gæsarungarnir þrír - á hinni myndinni er kósístund hjá einum unganum og heimalning Gulla hans Nonna bar í vikunni eftir langa bið, hún hélt ekki sæðingunni, hún kom með tvö morflekkótt gasalega flott lömb hrút og gimbur. Gulla með lömbin sín - hrúturinn er kápóttur, krúnóttur, blesóttur, og sokkóttur og er nær á myndinni Hér eru svo dætur Gullu frá því í fyrra Sóldís og Mánadís með sín lömb - ekki hægt að segja annað en að það sé ættarsvipur með hópnum
Það er enn ein ær óborin frá okkur og er hún sú síðasta sem við höldum að eigi að bera, en slatti af gemsum eru óbornir og líklega geldir og greinilegt að a.m.k. einn lambhrúturinn hefur ekki staðið sig í stykkinu.
|
Mið-Setberg ræktunarbú > Dagbók >