11. september 2012

posted Sep 11, 2012, 10:46 AM by Jón Pétursson   [ updated Sep 11, 2012, 10:48 AM ]
Helgin var fljót að líða enda ýmislegt að stússa. Við byrjuðum á laugardagsmorgninum á að taka upp kartöflurnar áður en frystir eitthvað að ráði. Nonni fór síðan í að slá reiðveginn meðfram Landveginum með ruddaslátturvélinni. 

Nonni slær reiðveginn meðfram Landveginum

Við tókum trippin heim í gerði og Nonni lónseraði Tímon Kóralssoninn hennar Stínu, hann er þriggja vetra og nokkuð efnilegur að sjá. 
Á sunnudeginum flokkuðum við eitt kar af bleikju með Gulla, Nínu og Sigga. Við gengum frá útihúsgögnunum því spáin var ekki góð - fyrsta alvöru haustlægðin snemma á ferðinni. 
Nonni tók David Browninn sem við fengum til uppgerðar frá Lækjarbotnum setti í hann rafgeymi og liðkaði á honum olíugjöf og bremsur og svo var tekinn hringur og rann hann ansi ljúft. 

Holla prófaði Browninn og rifjaði upp gamlar stundir en það var einmitt Brown í Flagbjarnarholti þar sem hún var í sveit

Holla saumaði rennilása í lopapeysur og þvoði nú eru 7 stk á leið í sölu - öflug sú gamla. Við kíktum við í kaffisopa á Lækjarbotnum og sóttum eina fiskpöntun á leiðinni í bæinn.
Comments