11. mars 2009

posted Mar 11, 2009, 5:55 AM by Jón Pétursson
Í Kastljósinu í gær var frábær þáttur, sem enginn má missa af, um Kristján, Auði og börn að Hólum við rætur Heklu - en frá þeim fengum við fyrstu kindurnar okkar.  Þættinum var lýst svona:
 
"Það er gott að kunna að strokka sitt eigið smjör, búa til flatkökur, skyr, kæfu og rúgbrauð á þessum tímum þar sem matvara er orðin dýr og fólk þarf að hugsa um hverja krónu. Fjölskyldan að Hólum, sem er lítill burstabær við rætur Heklu stundar að talsverðu leiti sjálfsþurftarbúskap og þarf fátt að sækja utan heimilisins. Ragnhildur Steinunn og Sigurður Jakobsson fóru og hittu fjölskylduna að Hólum."
 
Þáttinn má sjá með því að smella hér