11. júlí 2010

posted Jul 11, 2010, 3:24 PM by Jón Pétursson   [ updated Jul 12, 2010, 3:37 AM ]
Nonni fór austur eftir hádegi á fimmtudaginn í heyskap á Vindási, Bragi og Gummi höfðu náð að raka saman heyinu þrátt fyrir hávaðarok þannig að Nonni fór beint í að rúlla.  Rúlluvélin var eins og ný eftir yfirhalninguna um síðustu helgi og gekk vel að rúlla tæpum 200 rúllum og pakkarinn klikkaði heldur ekki. Þá er bara eftir að slá heimatúnið og hestastykkin niður við á, svo er ætlunin að slá nýræktina við fjárhúsið sem við unnum í fyrrasumar í næsta góða þurrki.
 
Bragi og Gummi við síðustu rúllurnar ánægðir með dagsverkið
 
Nonni fór svo í það á föstudaginn að það setja saman glussadæluna í massann í þriðja sinn og nú var hann búinn að fá alla varahlutir nýja eftir klúðrið með gallaða ventlahúsið. Hann sló líka flatirnar og rétt náði að klára það áður en hann fór að rigna.  Denni Sveinbjörnsson kom í heimsókn með Sólveigu konu sína og sátu þau í dágóða stund yfir kaffi á meðan Nonni og Denni rifjuðu upp gamla góða tíma.  Holla og Þórhallur komu svo austur um kvöldið en Pétur var að vinna þessa helgi þannig að hann komst ekki með.
 
Laugardagurinn fór í að klára að setja massann saman og setja ámoksturstækin á hann og prófa - ekki varð Nonni fyrir vonbrigðum, allt svínvirkaði!
 
Ámoksturstækin komin á massann og glussakerfið virkar flott, nú verður að smíða þyngingu aftan á hann ef nota á hann til  að moka eitthvað
 
Holla var í rólegheitum í bústaðnum og prjónaði en planið var nú að skella sér einn hring á hestbaki en efitr hádegið rigndi eldi og brennisteini og ekki hundi út sigandi. Á laugardagskvöldið var boðið í kaffi upp í Vörður að tilefni skírnar Magnúsar ValsTeitssonar fyrr um daginn. Ekkert vantaði uppá kræsingarnar hjá Teiti og Rúnu - algjör snilld. Á eftir fórum við niður í Helli og átti að semja við Eið um áframhaldandi tamningar á Herborgu og Eldingu en karlinn hafði verið fengin til að spila í afmælisveislu á Tjörvastöðum og var því ekki heima, í bakaleiðinni komum við við á Lækjabotnum og fengum okkur einn kaffisopa og bjór yfir spjalli.
 
Sunnudagurinn byrjaði á slætti í garðinum á Vindási og fékk Myrka aðeins að leika við heimalningana alveg ótrúlegt hvað þeir eru ófeimnir við hana, við verðum nú samt að passa að hún verði ekki of harðhent.
 
Heimalningarnir á Vindási - litla er alltaf til í að fá klór á bakið frá Hollu og Myrka vill fá smá líka
 
Myrka stækkar hratt og er alveg til að tætast aðeins í heimalningunum ef hún fær færi á
 
Holla fór síðan inní bústað að prjóna og Nonni fór niður í skemmu í tiltekt meðal annars. Við fórum svo nokkuð snemma í heim því Guðrún, Árni og Rakel voru komin í bæinn en þau fara á þriðjudaginn til pabba og mömmu Árna í sumarhús þeirra í Ungverjalandi. 
 
 
Comments