11. febrúar 2009

posted Feb 11, 2009, 1:59 AM by Jón Pétursson
Í vikunni sóttum við Abel til Hallgríms í Arabæ þar sem hann hefur verið í sölumeðferð, við fáum að geyma hann hjá Ása í Gröf uppi á Heimsenda í einhverja daga og svo fer hann til Sigga Matt í áframhaldandi sölumeðferð þegar pláss losnar hjá honum.  Þjálfunin á trippunum gengur rosa vel, eins og áður gengur betur með Eldingu en Logi er reyndar allur að koma til - næstu dagar fara í að venja þau við hnakkinn og lónsera þau í tvítaumi með hann.