Vð komum við á Lækjarbotnum á föstudagskvöldinu áður en að við renndum í bústaðinn. Á laugardeginum flokkuðum við eitt kar af bleikju með þeim og minnkuðum í öðru kari með að moka á milli kara. Seinnipartinn ringdi svo sá tími var notaður í fjarvinnu, Holla vann í reikningum og Nonni las dómsmál. Á sunnudeginum opnuðum og viðruðum við tjaldvagninn en hann var búinn að standa úti í vetur. Nonni gerði slátturvélina á litla dýrinu klára og sló svo blettinn á Vindási. Holla setti niður kartöflur í garðinn niðri við Þjórsá og Nonni dittaði aðeins að Cherokee og lagaði svo lömina á tjaldvagninum en hún var orðin stirð og farin að rífa hnoðin laus sem halda henni fastri. Við enduðum svo á að setja dekkið, sem sprakk um síðustu helgi, undir gröfuna áður en við pökuðum saman og renndum með tjaldvagninn niður á Botna en þau eru að fara á árlegt ættarmót á Flókastöðum. Á leiðinn heim heyrðum við í Sigga Sig og ákváðum að hitta hann á Hellu til að sjá Þrumu en hann stefnir með hana í sýningu á miðvikudag og ekki laust við að það sé smá spenna í okkur þar sem Þruma er fyrsta hrossið úr okkar ræktun sem fer í fullnaðardóm. Hún er bara að verða nokkuð góð |
Mið-Setberg ræktunarbú > Dagbók >