10. janúar 2010

posted Jan 10, 2010, 3:39 PM by Jón Pétursson
Við tókum törn á laugardaginn með Lækjarbotnafólkinu og fluttum um tvö þúsund bleikjur sem komnar eru í sláturstærð frá fiskeldisstöðinni í Laugum í ker á Lækjarbotnum í leiðinda veðri - roki og rigningu.  Þetta gekk samt ótrúlega vel og nýju súrefnisloftararnir sem Nonni og Gulli smíðuðu reyndust vel og gátum við tekið mest 200 bleikjur í hvort kar eða allt að 400 stykkjum í hverri ferð.
Á sunnudaginn byrjuðum við á að kíkja á hestana okkar og gefa þeim smá nammi og svo fór Pétur upp á Vindás til að dytta að bensanum og þreif hann að utan og innan en Nonni og Holla fóru inn í Laugar til í að flokka um þrjú þúsund bleikjur með Lækjarbotnafólkinu.
 
Bleikjan er háfuð upp og borin í flokkarann, minnsti fiskurinn kemst í gegnum hann dettur ofan í næsta ker en það sem ekki kemst í gegn fellur í bala sem er losaður í þriðja kerið. 
 
 
Comments