Nú er heyskapur í hámarki í sveitinni og Nonni búinn að rúlla um 300 rúllur á Vindási þessa helgi.
Heimatúnið á Vindási nær og Borgartúnið fjær þakið rúllum
Við háþrýstiþvoðum þakið og pallinn til að undribúa fyrir málningu. Við bárum svo tvisvar á pallinn og pússuðum og bárum á útihúsgögnin. Holla bakaði líka með Möggu kleinur og flatkökur fyrir afmæli Helgu ömmu hennar.
Við kíktum í Helli til Eiðs með Eldingu í áframhaldandi tamningum og tókum Herborgu með til baka það er kominn tími á frí hjá henni. Holla skellti sér á bak henni en hún er farin að tölta á hægu en vantar yfirferð þannig að við erum bara sátt.
Holla fór líka með Abel til Eiðs um helgina og fór í tvo útreiðartúra með honum og fékk hún smá leiðbeiningar hjá honum og var ákveðið að skipta um mél og setja stangir á karlinn vonandi hættir hann þá að frekjast með tauminn eins og hann hefur verið að gera.
Holla á Herborgu og á hinni myndinni er hún á Abel og Eiður á Herborgu
Eftir rigningu alla vikuna var frábært veður þessa helgi vonandi er að koma smá sumar í sveitina.
Til stóð að Nonni rúllaði hjá Eið eftir helgina það brotnaði lega í rúlluvélin á síðustu rúllunum á Vindási þannig að hún er úr leik þar til að búið er að panta nýja legu
|